Flokkur: Gott að vita

Námskeiðið byggir á aðferðum jákvæðrar sálfræði þar sem styrkleikar fólks skipta stóran sess.

Þeir sem þekkja styrkleika sína og nýta þá hafa meira innsæi í eigið líf, upplifa minni streitu og meiri seiglu og eru líklegri til að ná markmiðum sínum. 

Fjallað verður um hvað styrkleikar eru, hvernig þeir birtast hjá okkur, hvernig hægt er að nýta þá á nýjan hátt og þróa þannig að það komi okkur til góða og auki hamingju. Þátttakendur greina styrkleika sína og kenndar eru hagnýtar aðferðir sem þátttakendur geta notað til að efla eigin styrkleika.

Dagsetning:  Fimmtudagar 17., 24. nóvember og 1. og 8. desember

Kl. 18:00-19:30

Lengd: 6 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20 3.hæð

Leiðbeinendur: Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi og Vigdís Þyri Ásmundsdóttir sérfræðingur í fullorðinsfræðslu, sem báðar hafa lokið námi í jákvæðri sálfræði.

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
1 17.11.2022 - 08.12.2022 Fimmtudagar 18:00-19:30 Framvegis, Borgartún 20