Flokkur: Lengra nám

Á Stökkpalli er áhersla lögð á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa námsmenn til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi og til áframhaldandi náms. Námsmenn vinna markvisst að eigin færniuppbyggingu með markmiðasetningu, þjálfun í samskiptum og tjáningu, auknu fjármálalæsi, skipulögðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og aukinni hæfni til að taka þátt í námi og starfi. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika. Námið er ætlað þeim sem horfið hafa frá námi og/eða eru án atvinnu. Tilgangur þess er að virkja þá til þátttöku í atvinnulífi eða til áframhaldandi náms, auðvelda þeim að takast á við verkefni sem þeim eru falin á vinnustað eða hjá fræðsluaðila og stuðla þannig að jákvæðu viðhorfi til vinnumarkaðar og áframhaldandi náms.

Dagsetningar

Nám hefst 5. október og lýkur 9. desember 2021

Kennt mánudaga til fimmtudaga frá kl 9:15 til 12:45

Námsgreinar

 • Markmiðasetning og sjálfsefling
 • Samskipti og samtarf
 • Vinnuumhverfi og vinnustaðir
 • Vettvangsnám á vinnustað.

Nánari upplýsingar um námið er að finna í námskrá

Hæfniviðmið

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • gagnlegum aðferðum í samskiptum og við samstarf
 • aðferðum til að ná settum markmiðum
 • mismunandi vinnuumhverfi og vinnustaðamenningu
 • helstu leiðum til að afla upplýsinga um nám og störf
 • starfsumhverfi, reglum og vinnuferlum á vinnustað.

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • taka þátt í uppbyggilegum samskiptum.
 • setja persónuleg markmið í einkalífi og starfi.
 • vinna sjálfstætt eftir skipulagi vinnustaðar.
 • vinna í samræmi við öryggis-, hreinlætis- og gæðakröfur.

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • sýna trú á eigin getu.
 • sýna jákvætt viðhorf til starfa og frekara náms.
 • nýta góða starfshætti í samræmi við stefnu vinnustaðar.
 • leysa algeng verkefni á vinnustað með fullnægjandi hætti.
 • eiga árangursrík samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini.

Inntökuskilyrði

Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri og hafa horfið frá námi eða vinnu og eru án atvinnu. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. Þetta á þó ekki við um námsmenn sem skrá sig í námið í gegnum verkefnið Nám er tækifæri hjá VMST.

 

Tilhögun náms

Námið er oftast kennt á 8 vikum í staðnámi, vendinámi og vettvangsnámi.

Lengd náms

180 klukkustundir.

Verð

68.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 10 eininga í framhaldsskóla.

Nánari upplýsingar

Ingibjörg Kristinsdóttir, sími 581 1900 og ingibjorg@framvegis.is