Flokkur: Lengra nám

Námið er ætlað þeim sem starfa eða vilja starfa við umönnun fatlaða, aldraða, sjúka og fyrir þá sem vilja vinna með börnum og unglingum sem eiga í vanda. Markmiðið með náminu er að auka færni og þekkingu fólks á aðstæðum og þörfum einstaklinga, með það fyrir augum að auka lífsgæði þeirra. Námið snertir fjölbreytta fleti sálar,- félags- og uppeldisfræði og gertu verið metið til eininga í félagsliðabrú. 

Mögulegt er að meta námið til 16 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsþættir

 • Velferðarþjónustan og hugmyndafræði fötlunar
 • Fatlanir og þjónustuþörf
 • Erfðir og þroski
 • Mannréttindi og siðferði
 • Geðsjúkdómar og lyf
 • Lífstíll og heilsa
 • Samskipti og samvinna
 • Starfið og námið
 • Áföll og afleiðingar
 • Framkvæmd þjónustu við fatlað fólk
 • Lokaverkefni
 • Starfsþjálfun
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
1 01.03.2021 - 30.05.2021 08:30-12:30 Skeifan 11 b