Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Við höfum aðgang að miklum upplýsingum um okkur sjálf á netinu sem gagnast okkur í daglegu lífi, en sumt höfum við kannski ekki einu sinni hugmyndum að sé þarna. Á þessu örnámskeiði verður farið yfir hvar þessar upplýsingar eru og hvernig við getum nýtt þær. Einnig skoðum við hvernig við getum nýtt okkur netið til samskipta við opinbera aðila, til að afla okkur upplýsinga um nærumhverfi okkar og til að vera virkari í samfélaginu. Þátttakendum er velkomið að koma með eigin síma eða tölvu en það er ekki skylda.

Námskeiðið fellur niður – en verður mjög líklega á dagskrá á vorönn 2021.

Dagsetning:  Mánudagur 12. og fimmtudagur 15. október

Kl. 19:00-21:00

Lengd: 4 klst

Staður: Grettisgata 89, 1. hæð.

Leiðbeinandi: Gerður Gestsdóttir, mannfræðingur.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð