Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

SpænskaÞeir sem voru skráðir á upphaflega námskeiðið eru enn skráðir (nema þeir hafi afskráð sig) en við getum bætt við okkur þátttakendum.

Spænska er einfaldari en margir halda og hægt að komast langt með smá innsýn í tungumálið. Á þessu örnámskeiði lærir þú grundvallaratriði í samskiptum svo sem að heilsa og kveðja og þakka fyrir þig; að komast á milli staða, spyrja til vegar og nota samgöngur; bjarga þér í búðum og veitingastöðum, geta spurt um vörur og skilið matseðilin; og lesa úr kortum bæði á pappír og í símanum. Að lokum verður kennt á einföld hjálpartæki sem finna má í flestum snjallsímum.

Dagsetning: Mánudag 30. mars, fimmtudag 2. apríl og mánudag 6. apríl.

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 6 klst.

Staður: Internetið - þátttakendur fá senda krækju í tölvupósti á námskeiðið

Leiðbeinandi: Gerður Gestsdóttir, löggiltur skjalaþýðandi úr spænsku á íslensku og túlkur

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning