Markmið fræðslunnar er að þátttakendur verði öruggari í starfi sínu þegar þau mæta syrgjendum, kunni skil á helstu verkefnum heilbrigðrar sorgarúrvinnslu og hafi skilning og innsæi í eðli flókinnar sorgar. Í fræðslunni er auk þess lögð áhersla á að þátttakendur öðlist færni í að sækja styrk og visku í eigin lífsreynslu án þess að blanda lífsverkefnum sínum saman við verkefni þeirra sem þau þjóna á starfsvettvangi.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Bjarni Karlsson, prestur og Matthildur Bjarnadóttir, prestur.
Tími: 9. og 10. mars
Lengd: 10 kennslustundir
Kl. 17:00 – 21:00
Verð: 27.000 kr.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|