Í fyrirlestrinum er farið yfir helstu lykilatriði í tengslum andlegrar og líkamlegrar heilsu, hvers vegna við framkvæmum ekki það sem við vitum að er gott fyrir okkur og hvað er hægt að gera til að breyta því. Einnig fjallar Sölvi um helstu atriðin sem setja okkur í ójafnvægi og leiðir til að byrja ný mynstur í öllu sem snýr að heilsu og ýmislegt fleira.
Dagsetning: Þriðjudagur 16. mars
Kl. 18:00-19:00
Lengd: 1 klst.
Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Sölvi Tryggvason gaf út bókina: ,,Á eigin skinni", þar sem hann fjallar um vegferð sína um allt sem snýr að heilsu. Bókin er byggð á margra ára vinnu, þar sem hann neyddist til að gerast sérfræðingur um heilsu eftir að hafa hrunið gjörsamlega sjálfur. Sölvi hefur um árabil unnið við fjölmiðlun, ritstörf og kvikmyndagerð
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|