Flokkur: Lengra nám

Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem vill skapa sér sterkari stöðu á vinnumarkaði með aukinni menntun eða er á leiðinni á vinnumarkaðinn að nýju eftir hlé. Einnig er námið tilvalið sem undirbúningur fyrir bókaranám. Tilgangur námsins er að auka sjálfstraust námsmanna til að takast á við almenn skrifstofustörf og stuðla að jákvæðu viðhorfi þeirra til áframhaldandi náms. Í náminu er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Skrifstofuskólinn er kenndur í samstarfi við Promennt og er styrkt af Fræðslusjóði.

Námið hefst 21. september 2020 og lýkur 11. desember 2020

Námsgreinar

 • Tölvu- og upplýsingatækni
 • Verslunarreikningur
 • Bókhald
 • Tölvubókhald
 • Færnimappa og ferilskrá
 • Námsdagbók og markmiðasetning
 • Námstækni
 • Samskipti
 • Þjónusta
 • Lokaverkefni

Nánari upplýsingar er að finna í námskrá

Hæfniviðmið Skrifstofuskólans

Námsmaður skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

 • Lykilþáttum almennra skrifstofustarfa með áherslu á þjónustu og bókhald.
 • Uppbyggingu bókhalds.
 • Verslunarreikningi.

Námsmaður skal hafa öðlast leikni í að:

 • Sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á þjónustu og bókhald.
 • Reikna út virðisaukaskatt, prósentur og afstemma bókhald.

Námsmaður skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

 • Veita viðskiptavinum góða þjónustu.
 • Skrá og stemma af fjárhagsbókhald.
 • Sinna almennum bókhalds- og skrifstofustörfum á faglegan hátt.

Inntökuskilyrði

18 ára og eldri, þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi.

Tilhögun náms

Námið er í samvinnu við Promennt og kennt er í morgunhóp á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá kl. 8:30-12:00. Kennsla í kvöldhópi er á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-21:00 og á laugardagsmorgnum frá kl. 9:00-12:30. Hluti náms er í formi vendináms.  Enginn próf eru í náminu en nemendur þurfa að hafa 80% mætingu til að útskrifast. Boðið er upp á fjarnám í beinni sem þýðir að hvar sem nemendur eru staddir í heiminum geta þeir tekið þátt í kennslustundum. 

Lengd náms

240 kennslustundir eða 160 klukkustundir.

Verð

59.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 18 eininga í framhaldsskóla.

Skráning  er hjá samstarfsaðilum okkar í 

Merki Promennt 

 

Nánari upplýsingar

Helga Tryggvadóttir hjá Framvegis, s.581 1900 eða helga@framvegis.is