Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Farið verður yfir menntun og vinnuferla sjúkraflutningamanna og nokkrir þeirra skoðaðir. Farið verður yfir mat áverkasjúklinga og bráðveikra, forgangsákvörðun tekin út frá því og hvaða atriði eru höfð þar til hliðsjónar. Áhersla verður lögð á vettvangsmat, frumskoðun, hraða áverkaskoðun og áframhaldandi mat. Kennd verður hröð áverkaskoðun ásamt því sem verður farið yfir mælingar á helstu lífsmörkum. 
Þar sem ekki er hægt að fara í vettvangsferð á slökkvistöð vegna covid-19 verður sýndur ýmis búnaður sem er í sjúkrabílum og þátttakendum kennt að nota hann, t.d. hvað varðar súrefnismeðferð, mat á hjarta og blóðrás, stöðvun mikilla blæðinga og mat meðvitund.

Talsvert verður um verklegar æfingar þannig að þátttakendur eru hvattir til að mæta í þægilegum fötum.

Fullt er á námskeiðið.
Hægt er að skrá sig á biðlista. Skráning á biðlista tryggir ekki pláss, en ef sæti losnar verður haft samband við þau sem komast að. 

Leiðbeinandi:    Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur, ERC leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun barna og fullorðinna, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Tími:                   19., 20. og 22. september
Kl.                       17:00 -21:00
Lengd:                12 klst. (15 punktar)
Verð:                   40.000 kr. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning