Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Hæfniviðmið: Að þátttakendur öðlist þekkingu og þjálfun á þeim samskiptaleiðum sem auka samskiptafærni. Að þátttakendur geti nýtt sér samskiptafærni í erfiðum samskiptum.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um aðferðir til áhrifaríkra samskipta. Farið verður yfir hin ýmsu samskiptaform með sérstakri áherslu á virka hlustun. Á námskeiðinu verður einnig fjallað um erfið samskipti og leiðir til takast á við þau. Rannsóknir sýna að góð samskipti á milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga eru einn mikilvægasti þátturinn í að veita heildræna hjúkrun. Góð samskipti eru grundvöllur þess að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og auka ánægju og vellíðan skjólstæðinga. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að með góðum samskiptum séu meiri líkur á betri útkomu fyrir skjólstæðinginn, auk þess virðist starfsánægja aukast á meðal þeirra sem búa yfir góðri samskiptafærni.

Leiðbeinandi:   María Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, MA náms- og starfsráðgjöf, diplóma í kennsluréttindum.
Tími:                  28. og 30. janúar
Klukkan:            17:00 – 21:00
Lengd:               10 stundir/punktar
Verð:                  25.500 kr. 

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning