Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu munu þátttakendur kynnast aðferðum til að safna upplýsingum um sjúklinga á kerfisbundin hátt og hvernig hentugt er að miðla þeim t.d. með SBAR, RSVP og SOAP. Skerpt verður á gildum skilvirkra samskipta í starfi og mikilvægi þess að geta miðlað upplýsingum skipulega á milli vakta, annarra fagstétta, deilda og stofnana. Þátttakendur öðlast meira öryggi og trú á eigin getu í tjáskiptum og meiri ákveðni í samskiptum við aðra. Þeir gera sér betur grein fyrir eigin tilfinningum og líðan, hlutverki sínu og mikilvægi en einnig hvaða áhrif eigin líðan hefur á starfsumhverfið. Farið í gegnum grunnatriði ákveðniþjálfunar, samspil yrtra og óyrtra samskipta og grunnatriði líkamstjáningar. Gerðar verða verklegar æfingar og tilfellaæfingar.
Leiðbeinandi: Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur, ERC leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun barna og fullorðinna, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Tími:              11. og 12. apríl 
Kl:                  17:00 - 21:00
Lengd:           10 stundir/punktar
Verð:              27.000 kr. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð