Flokkur: Gott að vita

Á námskeiðinu læra þátttakendur að prjóna sokka á sínum hraða. Við lærum 2 tegundir af hælum. Þátttakendur fá skýra og góða kennslu og prjóna saman alveg frá því að fitja upp til fullkláraðs stykkis. Þátttakendur hafa aðgang að yfir 20 myndskeiðum sem þeir spila og stöðva að vild. Einu sinni í viku hittast þátttakendur með Tinnu á netinu þar sem farið er yfir hvar fólk er statt auk þess að fá nýjar upplýsingar. Þess á milli talar hópurinn saman í lokuðum hóp á netinu þar sem hægt er að fá enn meiri aðstoð og hvatningu svo enginn sitji föst/fastur. Athugið að það er heimavinna líka. Þátttakendur fá afslátt af garni og áhöldum í tveimur handavinnuverslunum. Í lok námskeiðs verða þátttakendur búnir að vinna eigið handverk, prjóna sokka á sig eða sína, jafnvel í gjöf! Fullkomið fyrir köldu dagana.

 

Dagsetningar: Þriðjudagar 22. febrúar, 1. og 8. mars

 kl. 20:00-21:00

Lengd: 3 klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Tinna Laufdal stofnandi Tiny Viking. Hún er menntaður textílkennari og fatahönnuður. Hefur prjónað frá því að hún var ung og hefur margra ára reynslu af textíl kennslu.  

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
1 22.02.2022 - 08.03.2022 Þriðjudagar 22. feb, 1. og 8. mars 20:00-21:00 Vefviðburður