Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verða skoðaðar skilgreiningar á offitu og hvenær sé hætta á heilsubresti. Einnig verður farið yfir afleiðingar offitu og ýmsa fylgisjúkdóma hennar. Rýnt verður í mögulegar orsakir og hvernig best sé að greina hvaða meðferðarleið henti hverjum einstaklingi. Skoðuð verða helstu meðferðarúrræði sem til staðar eru í dag og mögulegur árangur þeirra. Þá verður farið yfir hvernig best sé að nálgast einstaklinga með offitu og hefja máls á vandanum sem getur fylgt. Að auki mun hver þátttakandi skoða eigin lífsvenjur út frá hornsteinum góðrar heilsu sem eru regluleg hreyfing, góð næring, endurnærandi svefn og hugarró. Þá verða þátttakendur hvattir til að leggja sig fram um að setja sig í spor þeirra sem eru með offitu.
Leiðbeinandi:   Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuborg.
Tími:                  4. og 11. mars
Kl.                     17:00 – 21.00
Lengd:              10 stundir/punktar
Verð:                 25.500 kr. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð