Flokkur: Stök námskeið

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist nýsköpun, þjálfi skapandi hugsun og kynnist ferli nýsköpunar, auk þess sem hvatt er til að þátttakendur láti hugmyndir sínar verða að veruleika. Gert er ráð fyrir því að með námi í nýsköpun og framtakssemi aukist líkur á að fólk annað hvort fái starf eða skapi sér starf.

Námskeið í nýsköpun og framtakssemi styrkir bæði skapandi hugsun og hæfnina til að hrinda hugmynd í framkvæmd. Í upphafi er áhersla á að undirbúa þátttakendur undir að taka þátt í ferli nýsköpunar með því að skoða styrkleika og viðhorf og áhrif þessa á líðan og frammistöðu. Stærsti hluti námskeiðsins fjallar um aðferðina sem felur í sér skapandi hugsun og ferli nýsköpunar. Að lokum fá þátttakendur kynningu á frumkvöðlaferli í samfélaginu, raunveruleg dæmi og fjallað er um næstu skref.

Lengd

40 klst.                

Fyrir hverja       

Hvaða hópar sem er sótt námskeiðið, burt séð frá menntun, bakgrunni eða öðrum aðstæðum.  Hámark í hóp eru 15 manns.                 

Næsta námskeið

Þegar nægum fjölda þátttakenda hefur verið náð verður námskeiðið sett á dagskrá.

 Nánari upplýsingar 

gefa Vigdís og Helga í síma 581 1900 eða sendið póst á vigdis@framvegis.is eða helga@framvegis.is

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð