Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Námskeiðið er ætlað sjúkraliðum sem vilja auka þekkingu sína á næringarþörf aldraðra. Farið verður yfir hvernig megi fyrirbyggja og meðhöndla ýmis vandamál sem geta komið upp í tengslum við mat og næringu aldraðra. Fyrri daginn verður fjallað um almennar næringarþarfir aldraðra og næringarástand eldri Íslendinga. Seinni daginn verður farið í þá þætti sem geta haft neikvæð áhrif á næringarástand aldraðra í daglegu lífi. Einnig verður fjallað um kyngierfiðleika, val á fæði fyrir veika aldraða auk þess verður fjallað um milliverkanir á milli matar og lyfja.
Leiðbeinandi:     Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur á LSH og doktor í næringarfræði.
Tími:                    16. og 17. nóvember
Kl:                        17:00 – 21:00
Lengd:                 8 klst. (10 punktar)
Verð:                    27.800 kr. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
Staðnám 16.11.2022 - 17.11.2022 16. og 17. nóvember 17:00 til 21:00 Framvegis, Borgartún 20, 3. hæð Skráning
Fjarnám 16.11.2022 - 17.11.2022 16. og 17. nóvember 17:00 til 21:00 Teams fjarfundur Skráning