Á námskeiðinu verður farið í helstu lyfjaflokka sem eru misnotaðir og ofnotaðir hérlendis. Má þar nefna sterk verkjalyf (ópíóíða) og geðlyf eins og róandi lyf og svefnlyf, örvandi lyf og þunglyndislyf. Einnig verður farið lauslega í þá kvilla sem þessi lyf eru notuð við. Leitað verður skýringa á því af hverju Íslendingar nota þessi lyf í mun meira mæli en nágrannaþjóðirnar og farið í mögulegar úrbætur hvað þetta varðar.
Leiðbeinandi: Bryndís Þóra Þórsdóttir lyfjafræðingur.
Tími: 22. og 24. mars
Kl: 17:00 - 21:00
Lengd: 10 stundir/punktar
Verð: 27.000 kr.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 22.03.2021 - 24.03.2021 | 22. og 24. mars | 17:00-21:00 | Skeifan 11b | Skráning |