Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Eldamennska á tímum kórónu.

Í þessum fyrirlestri mun Berglind Guðmundsdóttir eigandi GulurRauðurGrænn&Salt gefa ykkur góð ráð í eldhúsinu með áherslu á einfaldleika og hagkvæmni. Fjallað verður sérstaklega um atriði sem hjálpa okkur til að nýta það sem við eigum hverju sinni og uppskriftir sem allir fjölskyldumeðlimir geta lagt sitt af mörkum við að elda. Með fyrirlestrinum fylgir uppskriftahefti með bragðgóðum uppskriftum.

Dagsetning: Þriðjudagur 7. apríl

Kl. 12:00-12:45

Krækja: Hér kemur krækja með sem fólk smellir á til að fá aðgang að fyrirlestrinum: https://zoom.us/j/229946047
Góða skemmtun. 

Fyrirlesari: Berglind Guðmundsdóttir eigandi GulurRauðurGrænn&salt

Hér er að finna nokkrar uppskriftir frá Berglindi, m.a. gómsætu hráfæði súkkulaðikökuna sem Berglind gerði í beinni útsendingu:

Uppskriftir

Verði ykkur að góðu!

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð