Flokkur: Lengra nám

Margmiðlunarsmiðjan er fyrir byrjendur í grafískri vinnslu og myndbandagerð og alla þá sem vilja bæta við sig gagnlegri kunnáttu og færni á þessu sviði. 

Nemendur læra grafík og hreyfimyndagerð fyrir skjámiðla eins og sjónvarp og internet bæði í tvívídd og í þrívídd. Nemendur muna læra myndvinnslu og auglýsingagerð í Photoshop og 3D hönnun á persónum, hlutum og byggingum í Blender.  Að auki verður farið í samsetningu og vinnslu á hreyfimyndum í After Effects sem hægt er að nota í m.a. í sjónvarpsauglýsingar, vefauglýsingar og hreyfimyndir fyrir skjámiðla almennt.

 

Hæfniviðmið 

Að loknu námskeiði getur þáttakandi:

  • Unnið með myndefni til notkunar í hreyfimynd
  • Öðlast þekkingu og færni í þrívíddarvinnslu
  • Skilgreint helstu hugtök þrívíddarvinnslu
  • Undirbúið og skipulagt vinnu við eftirvinnslu og klippingu hreyfimynda
  • Gengið frá hreyfimynd til birtingar á skjámiðlum
  • Þekkt mismunandi snið myndbanda
  • Geti gengið frá klippingu og lokasamsetningu myndbanda.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu en ekki er krafist þekkingar á forritum sem tekin eru fyrir á námskeiðinu þar sem þau eru öll kennd frá grunni. 

Lengd náms

120 kennslustundir eða 80 klukkustundir.

Verð

 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 10 eininga í framhaldsskóla.

Námið er ekki í boði á vorönn 2020.

Kennt í samstarfið við:

Merki Promennt 

 

Nánari upplýsingar

Framvegis, sími 581 1900 og framvegis@framvegis.is