Flokkur: Lengra nám

Margmiðlunarsmiðjan er fyrir byrjendur í grafískri vinnslu og myndbandagerð og alla þá sem vilja bæta við sig gagnlegri kunnáttu og færni á þessu sviði. 

Nemendur læra grafík og hreyfimyndagerð fyrir skjámiðla eins og sjónvarp og internet bæði í tvívídd og í þrívídd. Nemendur muna læra myndvinnslu og auglýsingagerð í Photoshop og 3D hönnun á persónum, hlutum og byggingum í Blender.  Að auki verður farið í samsetningu og vinnslu á hreyfimyndum í After Effects sem hægt er að nota í m.a. í sjónvarpsauglýsingar, vefauglýsingar og hreyfimyndir fyrir skjámiðla almennt.

Farið er af stað með hópa í náminu þegar næg þátttaka fæst. Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

 

Hæfniviðmið 

Að loknu námskeiði getur þáttakandi:

  • Unnið með myndefni til notkunar í hreyfimynd
  • Öðlast þekkingu og færni í þrívíddarvinnslu
  • Skilgreint helstu hugtök þrívíddarvinnslu
  • Undirbúið og skipulagt vinnu við eftirvinnslu og klippingu hreyfimynda
  • Gengið frá hreyfimynd til birtingar á skjámiðlum
  • Þekkt mismunandi snið myndbanda
  • Geti gengið frá klippingu og lokasamsetningu myndbanda.

Inntökuskilyrði

Nemendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Þátttakendur þurfa að hafa góða almenna tölvukunnáttu en ekki er krafist þekkingar á forritum sem tekin eru fyrir á námskeiðinu þar sem þau eru öll kennd frá grunni. 

Lengd náms

120 kennslustundir eða 80 klukkustundir.

Verð

 36.000 kr. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga. 

Einingar

Heimild er til að meta námið til allt að 10 eininga í framhaldsskóla.

Kennt í samstarfið við:

Merki Promennt 

 

Nánari upplýsingar

Framvegis, sími 581 1900 og framvegis@framvegis.is