Flokkur: Gott að vita

Á þessu námskeiði er fléttuð saman ljósmyndun og samfélgasmiðlar. Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða upplausn er best að hafa á ljósmyndum á samfélagsmiðlum og það hvað er upplausn. Einnig verður fjallað um hvernig hópur og síða eru stofnaður á Facebook og hvernig er hægt að gera könnun á Facebook. Einnig verður kennt hvernig myndir eru settar á Instagram og hvernig aðgangur er búin til og hvað skiptir máli. 

Veittar verða ráðleggingar varðandi ljósmyndun almennt sem nýtast líka þegar teknar eru myndir með símum. Hvernig er best að ramma inn myndir; farið yfir atriði eins og val á sjónarhornum og myndbyggingu. Hvernig er best að nýta mismunandi birtuskilyrði. Hvað ber að varast?

Hvernig er hægt að varðveita og miðla ljósmyndum og hvernig er best að skipuleggja persónulegt ljósmyndasafn.

Námskeiðið er sniðið að fólki sem er ekki mjög tölvufært, eða telur sig ekki vera það.

 

Dagsetning: Miðvikudagar 3., 10. og 17. mars

Kl. 19:00-21:00

Lengd: 6 klst.

Staður: Netviðburður – skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari og kennari.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning