Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður fjallað um mikilvægi og eðli vöktunar bráðveikra sjúklinga og öflunar upplýsinga til að greina versnandi ástand. Áhersla er lögð á að beita fræðilegri þekkingu á vettvangi. Unnið verður með raunveruleg tilfelli með hermi þar sem mikilvægi réttra viðbragða og þekkingar skipta sköpum fyrir sjúklinginn.
Tilfellaþjálfun: Tilfellaþjálfun er verkþjálfun þar sem sjúkraliðum gefst tækifæri til að þjálfa viðbrögð sín með sýndarhermi og efla þekkingu sína við bráðaaðstæður og teymisvinnu. Farið verður í líkamsmat (ABCDE mat – mat á öndunarvegi, öndun, blóðrás, meðvitund og líkamsskoðun) og vöktun og umönnun bráðveikra sjúklinga. Farið verður nánar í bráðasjúkdóma, einkenni þeirra og rétt viðbrögð sjúkraliða við bráðaaðstæðum.
Leiðbeinandi:   Ásgeir Valur Snorrason, klínískur sérfræðingur í hjúkrun. Leiðbeinandaréttindi í sérhæfðri endurlífgun (ALS) og sérhæfðri endurlífgun barna (EPLS), skyndihjálp frá RKÍ og í herminámi (HERLEV, SAFER). Sesselja Haukdal Friðþjófsdóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur. Leiðbeinandaréttindi í sérhæfðri endurlífgun (ALS), skyndihjálp frá RKÍ og í herminámi (SAFER).
Tími: námskeið 1 - 3. septembert
         námskeið 2 - 1. október
Kl:                      17:00 - 22:00
Lengd:               6 stundir/punktar
Verð:                  24.000 kr. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
2 01.10.2020 1. október 17:00 til 22:00 Framvegis, Skeifa 11b Skráning