Flokkur: Gott að vita

Farið verður yfir uppsetningu og upplýsingar sem fram koma á launaseðlum og hvernig reiknaðar stærðir verða til eftir kjarasamningum og opinberum gjöldum t.d. vegna, stéttarfélagsgjalda, skatta og lífeyrisgreiðslna. Farið verður ofan í kjarasamninga til að sýna hvernig launamyndun á sér stað út frá mismunandi þáttum s.s. vegna tímavinnu, dagvinnu, vaktavinnu og yfirvinnu og hvernig þær stærðir birtist á launaseðlum. Þá verður farið yfir útreikning á greiðslum vegna fæðisfés, fatapenings og dagpeninga. Einnig verða sýndar launareiknivélar sem geta aðstoðað við launaútreikninga og þátttakendur fá verkefni til að þjálfa launaútreikninga.

Dagsetning: Þriðjudagur 18. október

Kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Framvegis, Borgartún 20 3.hæð og á netinu

Leiðbeinandi: Guðmundur Freyr Sveinsson, deildarstjóri kjaradeildar Sameykis

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
Staðnám 18.10.2022 Þriðjudagur 20:00-21:30 Framvegis, Borgartún 20
Fjarnám 18.10.2022 Þriðjudagur 20:00-21:30 Netviðburður