Flokkur: Gott að vita

Hvar finnst þér gott að ganga? Oft göngum við okkar vanabundna hring í okkar vanabundna göngutakti eða strunsum til að koma blóðinu á hreyfingu og komast yfir sem mesta vegalengd á sem stystum tíma. Sem er frábært! En hvað gerist ef við hægjum á? Á þessu námskeiði verður farið í leiddar kyrrðargöngur eða hæglætisgöngur í þremur ólíkum náttúruperlum þar sem gengið verður með vatni, skógi og hafi. Gengið verður að hluta til í þögn.

Fyrir hverja göngu verður fræðsla um áhrif náttúru á jákvæða heilsu; vellíðan, endurheimt og streitulosun. 

Hver tími hefst á fræðslu og svo er ekið í 5-10 mínútur að gönguleiðum.

Dagsetningar: Miðvikudagar 12., 19. og 26. október

 kl. 17:00-19:00

Lengd: 6 klst.

Staður: Vinnustofa Sögu, Flatahraun 3, 2. hæð, Hafnarfirði.

Leiðbeinendur

Eigendur fræðslufyrirtækisins Saga Story House hafa áralanga reynslu af náttúrumeðferð. Þær hafa undanfarin ár boðið upp á náttúrunámskeið við streitu allan ársins hring og hafa leitt yfir 500 kyrrðargöngur með hópa:

  • Guðbjörg Björnsdóttir iðjuþjálfi, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, yogakennararéttindi
  • Ingibjörg Valgeirsdóttir, MBA, MA-diplóma í jálvæðri sálfræði, BA.-uppeldis- og menntunarfræðum, yogakennararéttindi

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
1 12.10.2022 - 26.10.2022 Miðvikudagar 17:00-19:00 Saga storyhouse, Flatahraun 3 Hafnarfirði