Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Fjallað verður um tegundir kvíða og hvernig hann kemur fram í líkamlegum einkennum og hegðun. Áhersla er lögð á að skoða kvíða hjá skjólstæðingum sjúkraliða og kenndar leiðir til að hafa áhrif á líðan þeirra. Einnig verður fjallað um ýmis bjargráð sem fagaðilar nota til að vinna almennt með kvíða. Sérstök áhersla er á notkun hugrænnar atferlismeðferðar og núvitundar. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðum, hóp- og einstaklingsverkefnum.
Leiðbeinandi:   Magnea B. Jónsdóttir sálfræðingur á Landspítala.
Tími:                  10. og 12. febrúar
Klukkan:            17:00 – 21:00
Lengd:               10 stundir/punktar
Verð:                  25.500 kr. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning