Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Hæfniviðmið: Að sjúkraliðar læri að þekkja einkenni kulnunar (burnout) í starfi. Hvaða áhrif kulnun getur haft á viðhorf til starfsins og samskipti við sjúklinga. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir kulnun og hvernig á að bregðast við ef hún er þegar til staðar.

Lýsing: Á námskeiðinu verður fjallað um hvað það þýðir að brenna út í starfi, hvaða afleiðingar það getur haft á starf sjúkraliða og samskipti við sjúklinga. Kulnun er sérstaklega algeng hjá starfsstéttum sem vinna náið með öðru fólki, s.s. hjúkrun og aðhlynningu sem fela í sér náin og mikil samskipti við sjúklinga. Farið verður í streituþætti og streitustjórnun fyrir starfsmenn sem glíma við mikið álag í starfi sínu. Skoðað verður hvernig hugsunarháttur og viðhorf hafa áhrif á hvernig við metum aðstæður og upplifum streitu og kvíða í starfi með sjúklingum. Einstaklingsvinna og verkefnavinna í hópum er stór þáttur á námskeiðinu. Mikilvægt er að þátttakendur komi með reynslu til að vinna með.

Leiðbeinandi:    Magnea B. Jónsdóttir, sálfræðingur á LSH.
Tími:                     14. og 15. september
Kl:                         17:00 – 21:00
Lengd:                 10 stundir/punktar
Verð:                    27.000 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð