Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu


Á þessu námskeiði lærir þú að búa til alhliða krem og varasalva út nátturulegu hráefni s.s kókosolíu og býflugna vaxi. Litlir hópar vinna saman með einfaldar uppskriftir og allir þáttakendur fara heim með fulla dós af dásamlegu kremi og varasalva.

Dagsetning: Mánudagur 19. október

Kl. 17:00-18:30

Lengd. 1,5 klst.

Staður: BSRB húsið, Grettisgata 89, 1. hæð.

Leiðbeinandi: Vigdís Jóhannsdóttir grunnskólakennari sem hefur kennt allar mögulegar námsgreinar á öllum stigum grunnskólans, hérlendis og erlendis til margra ára. Undanfarin 10 ár hefur hún búið í New York þar sem hún hefur ásamt kennlsu verið að kynna sér ýmislegt skemmtilegt sem hún núna deilir með löndum sínum.  

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
1 19.10.2020 Mánudagur 17:00-18:30 Grettisgata 89, 1. hæð Skráning