Flokkur: Símenntun Sjúkraliða

Námskeiðið felur í sér ítarlega yfirferð yfir „Klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga“ og „Ráðleggingar um mataræði fyrir hrumt eða veikt eldra fólk“. Farið verður yfir mikilvæga þætti til þess að sporna við vannæringu (forvarnir) við klínískar aðstæður, auk alvarlegra afleiðinga vannæringar. Sérstaklega verður farið yfir skimun fyrir áhættu á vannæringu (mat á næringarástandi). Veitt verður innsýn í áherslur í fæði sjúklingahópa, áferð fæðis, mötunaraðferðir, umhverfi og aðra mikilvæga þætti. Námskeiðið mun einnig fela í sér æfingar byggðar á sjúklingatilfellum.

Leiðbeinendur: Berglind Soffía Blöndal, klínískur næringarfræðingur og doktorsnemi í næringarfræði, sérhæfing: næring aldraðra og Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir næringarfræðingar (MSc) og doktorsnemi í næringarfræði.
Tími:                  26,. 27., 28. og 29. apríl
Kl:                       17:00 - 21:00
Lengd:                20 stundir/punktar
Verð:                  50.000 kr.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
1 26.04.2021 - 29.04.2021 26., 27., 28. og 29. apríl 17:00-21:00 Teams fjarfundur Skráning