Flokkur: Gott að vita

Allt okkar samfélag er háð kyni og hugmyndir okkar um kyn lita samfélagið. Kyn er því grundvallarstærð hvers samfélags og hefur mikil áhrif á líf og lífsgæði fólks. Í erindinu verður leitast við að útskýra hvers vegna kyn skiptir jafn miklu máli og það virðist gera, hvað hefur áhrif á það og hvernig karlmennska verður til. Markmiðið er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi hugmyndir um karlmennsku, afleiðingar þeirra og benda, einkum körlum, á leiðir til að stuðla að jákvæðri karlmennsku og jafnrétti.

Dagsetning: Mánudagur 22. nóvember

kl. 20:00-21:00

Lengd: 1 klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Þorsteinn V. Einarsson sem hefur umsjón með samfélagsmiðlinum Karlmennskan. Þorsteinn er menntaður kennari með meistaragráðu í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur starfað við fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti undanfarin ár auk þáttagerðar og fræðslumiðlunar á samfélagsmiðlum.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð