Markmið jóga er að tengja saman líkama hug og sál. Jóga er því hvort tveggja ástundun og ástand. Í þessum tímum verða kenndar grunnstöður Hatha - jóga, en Hatha - jóga snýst m.a. um að koma jafnvægi á orkuflæði líkamans, Ha þýðir sól og Tha þýðir tungl. Hatha - jóga er yfirleitt iðkað af heilsueflandi ástæðum og hefur það form náð gífurlegum vinsældum á Vesturlöndum. Regluleg ástundun getur m.a. hjálpað iðkendum að styrkja bak og kvið, losa spennu og fyrirstöður úr vöðvum og sinum, styrkja og liðka stoðkerfið, efla meltingu, örva innkirtlakerfið, auka blóðflæði um öll svæði líkamans og draga úr liðverkjum.
Markmið
Betri líðan og betra jafnvægi með því að tengja saman líkama, hug og sál með líkamsstöðum og öndunaræfingum.
Námsþættir
Allir flokkar jógaæfinga (byrjendaæfingar).
Dagsetning: Miðvikudagar 20. og 27. apríl og 4. og 11. maí
Klukkan: 18:00-19:00
Lengd: 4 klst.
Staður: Netviðburður – skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Svanhvít Friðþjófsdóttir, 56 ára grunnskólakennari og lærður jógakennari.
Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsmenn Sameykis.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|