Flokkur: Gott að vita

Markmið jóga er að tengja saman líkama hug og sál. Jóga er því hvort tveggja ástundun og ástand. Í þessum tímum verða kenndar grunnstöður Hatha - jóga, en Hatha - jóga snýst m.a. um að koma jafnvægi á orkuflæði líkamans, Ha þýðir sól og Tha þýðir tungl. Hatha - jóga er yfirleitt iðkað af heilsueflandi ástæðum og hefur það form náð gífurlegum vinsældum á Vesturlöndum. Regluleg ástundun getur m.a. hjálpað iðkendum að styrkja bak og kvið, losa spennu og fyrirstöður úr vöðvum og sinum, styrkja og liðka stoðkerfið, efla meltingu, örva innkirtlakerfið, auka blóðflæði um öll svæði líkamans og draga úr liðverkjum.

Markmið

Betri líðan og betra jafnvægi með því að tengja saman líkama, hug og sál með líkamsstöðum og öndunaræfingum.

Námsþættir

Allir flokkar jógaæfinga (byrjendaæfingar).

  1. Upphitun,styrking, jafnvægi.
  2. Viðsnúnar æfingar - næra líffæri í efri hluta líkamans.
  3. Frambeygjur - teygja á aftanverðum fótleggjum og hrygg auk þess sem þær nudda líffæri í kviðarholi.
  4. Baksveigjur - örva nýrun, skjaldkirtil, teygja á framanverðum búk, mjöðmum fótleggjum og hálsi.
  5. Hryggvindur - nudda líffæri í kviðarholinu, örva innkirtla- og taugakerfi.
  6. Hugleiðslustöður- þjálfun fyrir mjaðmir, bak, kvið, fótleggi. Líkaminn róast niður og undirbýr sig fyrir setur í hugleiðslu.
  7. Slökunarstöður og öndun - meðtaka ávinning æfinga og draga úr spennu í taugakerfi. Þegar við öndum, öndum við inn orku sem við notum til að virkja vöðvana, þegar við öndum frá gefum við eftir og teygjum, lengjum og slökum á líkamanum. Aukin stjórn á andardrætti skilar sér yfirleitt í aukinni orku og betra andlegu jafnvægi. Öndunaræfingar geta aukið einbeitingu, bætt meltingu, dýpkað svefn. Góð slökun getur verið góð gegn depurð, höfuðverk, kvíða, streitu, svefnleysi og þreytu.

Dagsetning: Miðvikudagar 20. og 27. apríl og 4. og 11. maí

Klukkan: 18:00-19:00

Lengd: 4 klst.

Staður: Netviðburður – skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Svanhvít Friðþjófsdóttir, 56 ára grunnskólakennari og lærður jógakennari.

Athugið að þessi viðburður er einungis fyrir félagsmenn Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð