Markmið Í nám á ný er að þátttakandi styrki sjálfsmynd sína, þrói jákvætt viðhorf gagnvart námi, öðlist hæfni í að setja sér raunhæf markmið og að velja aðferðir sem styðja við nám hans.
Tilgangur
Að stuðla að jákvæðu viðhorfi til náms, auka trú á eigin getu og auðvelda þátttakendum að takast á við ný verkefni. Lögð er áhersla á að efla sjálfstraust, þekkja styrkleika, setja sér markmið og að læra að læra hvort sem er í hefðbundnu námi eða í fjarnámi. Ítarleg kynning verður á því námi sem þátttakendum stendur til boða í Nám er tækifæri.
Áherslur á námskeiðinu
Hæfniviðmið
Uppbygging
Í upphafi námskeiðsins er áhersla lögð á skjálfsskoðun og eflingu sjálfstrausts, litið verður inn á við til að skoða vonir og væntingar og hvaða hindranir geti hamlað velgengni. Þátttakendur gera áætlun, læra að setja sér markmið út frá eigin framtíðarsýn og kenndar verða leiðir til að ná þeim. Námsbrautir sem falla undir átakið Nám er tækifæri verða kynntar og farið vel í lykilatriði námstækni og mismunandi námsaðferðir. Fjallað verður um ólíkar námsvenjur og hvernig sjálfsþekking og námstækni getur hjálpað einstaklingum að tileinka sér betri námsvenjur. Einnig verður fjallað um árangursrík samskipti og bent á leiðir til að þróa jákvæð tengsl.
Lengd
27 klst (3 x 3 klst á viku).
Í síma 581 1900 og framvegis@framvegis.is
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|