Flokkur: Gott að vita

Á mánudögum hittist hópurinn a Zoom, þar sem unnið verður með sjálfstyrkingu í gegnum markþjálfun, jóga, hugleiðslu og slökun.

Á miðvikudögum verður farið í þægilega göngutúra í borginni og næsta nágrenni, þar sem náttúran er tekin inn í ró og næði, án áreitis og stress. Áhersla er lögð á að þátttakendur setji sig í fyrsta, annað og þriðja sætið, hlusti á umhverfishljóðin, finni lyktina, hugleiði, geri léttar teygjur, slaki á og njóta en ekki þjóta.

Gefum Gróu orðið: „Þar sem ég er lærður jógakennari, leiðsögmaður og markþjálfi þá mun ég nýta þá verkfærakistu sem ég á með öllum þeim tólum sem ég hef öðlast með reynslu minni á þessum sviðum. Ég hef verið að vinna með ungu fólki, frá VIRK, sem er að stíga upp og koma til baka eftir erfiðleika í gegnum Framvegis símenntun. Þar hef ég nýtt mér þessi verkfæri og hefur það gefist mjög vel. Ég nota mikið öndun og hugleiðslu í mínum námskeiðum um leið og ég sái fræjum sjálfstyrkingar inn í huga þátttakenda. Ég nýti þakklætið mikið, hjálpa þátttakendum að finna styrkleikana sína og hvernig þeir geta nýtt þá í sinni markmiðasetningu o.s.frv.

Dagsetning: Mánudagar og miðvikudagar  3., 5., 10., 12. 17. og 19. maí.

Kl. 17:30-19:00.

Lengd: 9  klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu

Leiðbeinandi: Gróa Másdóttir jógakennari, leiðsögumaður og markþjálfi

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning