Flokkur: Gott að vita

Við lifum nú tíma tæknibreytinga sem hafa áhrif á líf okkar og störf. Framfarir eru hraðar og varla fyrir nokkurn að halda í við tæknina og skilja hvað er breytingarnar þýða. Sameyki býður því félagsmönnum röð stuttra erinda í Gott að vita undir yfirskriftinni "Hvað er...?" Leitast verðu við að útskýra fyrirbærin stafræn hæfni, ský og sjálfvirkni og gervigreind. Sumir hafa áhyggjur af að halda ekki í við tæknibreytingar eða verða hreinlega skipt út af vinnumarkaði fyrir vélmenni. Þessi erindi eru ætluð fyrir þá sem vilja skilja út á hvað tæknibreyingarnar ganga og hvað þær geta mögulega þýtt fyrir viðkomandi. Erindin eru tilvalin fyrir forvitna og engin spurning er of vitlaus.

Viðfangsefni þessa erindis í "Hvað er...? er stýrikerfi. Öll notum við stýrikerfi þegar við notum tölvuna, símann eða spjaldtölvuna okkar.  En hvað er þetta stýrikerfi eiginlega og hver er munurinn á þeim?  Er öruggt að nota gamalt stýrikerfi?  Skiptir stýrikerfið máli þegar ég er að velja mér tölvu eða snjalltæki?

Við munum leitast við að svara þessum spurningum í þessum fyrirlestri

Dagsetning: Þriðjudagur 30.nóvember

Kl. 20:00-21:00

Lengd: 1 klst.

Staður: Netviðburður – skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum í fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann er einn af stofnendum og eigendum Tækninám.is.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
1 30.11.2021 Þriðjudagur 20:00-21:00 Vefviðburður Skráning