Flokkur: Gott að vita

Besti Óþefurinn í bænum - Blámygla, rauðkítti og góðgerla flóran.

Hér förum við yfir víðan völl, skyr, Gamle Ole og gráðostar. Hvernig geta þessi þrjú einföldu hráefni sem ostur er; mjólk, salt og hleypir verið svona fjölbreytileg?

Hvað er mjólk? er stór spurning og má segja að við vitum meira um tunglið í dag en við í raun vitum um mjólk.  Tölum um hrámjólk, gerilsneyðingu, nátturulega gerla og hvað er að gerast í ostaheiminum í dag.

Mikil áhersla verður samt á bragðsterkari og blámyglu osta á þessau gómsæta námskeiði, svo ekki beint fyrir þá sem elska ekki óþefinn!

Til þess að njóta námskeiðsins sem best mælum við með því að þátttakendur undirbúi sig með innkaupum (það er þó ekki skilyrði): 

Ostar

  • Skyr frá Erpsstöðum (fæst í Melabúð og Frú Lauga) eða KEA skyr.
  • Óðals Ísbúi 
  • Gamle Ole eða mildari ostur eins og Danbo
  • Ljótur
  • Íslenskur Gráðostur
  • Stóri Dímon eða erlendur ostur með hvít og blámyglu, t.d. Castello

Vín Meðmæli

Þar sem förum yfir víðan völl þá er ekkert eitt vín sem passar með öllum þessum ostum. En við munum ræða um bjóra, styrkt vín eins og Port og Sérri og viskí.

  • Eirný mælir með að bjórunnendur kaupi sér nokkra góða, forðast samt IPA og aðra mikið humlaða bjóra, velja frekar Bock, Trippel eða jafnvel stout.
  • Port eða Amontillada Sherry
  • Arthur Metz Pinot Gris eða annað ávaxtaríkt vín með góða sætu

Dagsetning:  Fimmtudagur 18. nóvember

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Eirný Ósk Sigurðardóttir Ostasérfræðingur og stofnandi Búrsins og Matarmarkað Íslands.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð