Flokkur: Gott að vita

Ostar sem hægt er að bíta í :)

Frá Mesopotamiu til Rómarveldis og til dagsins í dag. Förum yfir hvernig geymsluostar þróuðust og urðu í senn gjaldmiðill, ástæða til að heyja baráttur, stórfenglegar gjafir og tákn um rómantík.

Af hverju eru sumir ostar harðir og molna meðan aðrir skoppa? Mismunandi gerðir af kinda-, geita- og kúarmjólkur ostum hafa þróast í mismunandi löndum og það má alltaf skilja ástæður þess; landslag, loftslag, dýr og menning spila öll hlutverk.

Við förum yfir tækin og tólin, ferðin upp í fjöllinn, ostarnir sem sprungu, ostalaun Rómverkskra hermanna og af hverju Ísland þróaði þá osta sem hér eru til sölu. 

Skemmtileg og gómsæt fræðsla – Ostaástin lengi lifi.

Til þess að njóta námskeiðsins sem best mælum við með því að þátttakendur undirbúi sig með innkaupum (það er þó ekki skilyrði): 

Það er oft erfiðara að nálgast góða erlenda osta en Eirný mælir með að kikja í Melabúðina og/eða Hagkaup Kringlunni til að fá þá osta. Einnig er Krónan núna að selja mjög góðan Parmigiano Reggiano frá OLIFA.

Ostar

 • Óðals Búri
 • Óðals Jarl
 • Enskur Cheddar (t.d. Catherdral – fæst í Hagkaup og Melabúðin)
 • Feykir frá Skagafirði
 • Parmigiano Reggiano
 • Einnig  er gott að vera með einn þroskaðan Pecorino ost frá Ítaliu en samt ekki Pecorino Romano – en þetta er valkvætt.

Vín meðmæli

Hvítt: Hér er gott að velja sér aðeins stærri hvítvín sem eru jafnvel sett á eik. Forðast mjög létt hvítvin eins og t.d. Pinot Grigio.

 • Vietto Roero Arneis
 • Tommasi Soave Classico Le Volpare
 • Arthur Mez Pinot Gris

Rautt: Um að gera að fara í ávaxtarík rauðvín. Sangiovese og Pinot Noir eru skemmtileg.

 • Ruffino Chianti
 • Frontera Cabernet Sauvignon
 • Villa Valentina Sangiovese
 • Stemmari Passiata

 

Dagsetning: Fimmtudagur 21. október

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Eirný Ósk Sigurðardóttir Ostasérfræðingur og stofnandi Búrsins og Matarmarkað Íslands.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð