Flokkur: Gott að vita

Yfir 4000 tegundir osta í heiminum. Hvar skal byrja??  

Ferskostar, Brie og Camembert...

Vissuð þið að íslendingar er 4 hæstu neytendur af ostum í heiminum? Þá er gott að vita aðeins meira um þetta dásemdar hráefni sem hefur fylgt mannkynninu í gegnu söguna. Hvað er ferskostur, get ég búið til ferskost heima? Hver er munurinn á Brie og Camembert? Hver er saga og uppruni hvítmygluosta? Af hverju var Camembert mikilvægur í báðum heimsstyrjöldum? Hvernig er best að njóta þeirra,  hvaða meðlæti er best, hvaða vín hentar og af hverju og hvernig geymi ég ostana mína? Þessum spurningum ásamt mörgum öðrum verður velt upp á þessu námskeiði með henni Eirný helsta ostasérfræðingi Íslands.

Þáttakendur fá sendan innkaupalista með ostum og meðlæti sem þarf til að taka virkan þátt í námskeiðinu. Ef fólk hefur ekki tök á að verða sér út um hráefni má líka fylgjast með og njóta. 

Dagsetning:  Fimmtudagur 18. febrúar

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 2 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Eirný Ósk Sigurðardóttir Ostasérfræðingur og stofnandi Búrsins og Matarmarkað Íslands.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning