Flokkur: Gott að vita

Viltu sjá umhverfi þitt í nýju ljósi og skilja hvað virkar og afhverju? Á námskeiðinu „Heimili og hönnun“ er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir og litaskema. Hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu?

Tekin eru fjölmörg dæmi um vel heppnaðar samsetningar. Hvað fer saman, hvað ekki og af hverju?
Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu. Ekki er nauðsynlegt að fara í dýrar framkvæmdir til að endurspegla persónulegan stíl.

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja gera betur við hönnun á heimili sínu. Það geta allir þróað sinn stíl, sama hver hann er, með skilning á þessum grunnhugtökum.

Dagsetning: Þriðjudagur 9. nóvember

kl. 19:00-21:30

Lengd: 2,5 klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður starfar sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð