Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Designing Your Life er eitt vinsælasta námskeið sem haldið er í Stanford háskóla í Bandaríkjunum. Þar hafa Bill Burnett og Dave Evens aðstoðað BA og MA nema við að átta sig á
því hvað þeir ætli að gera næst. Hvernig þeir vilja hafa líf sitt. Þeir félagar leita í smiðju til Design Thinking og segja að breytingar krefjist ferils, hönnunarferils, til að átta sig á því hvað við viljum og hvernig við náum því. Aðferðin felst í því að hugsa eins og hönnuðir, hanna og búa sér til líf. Þessi aðferð gagnast fólki á öllum aldri, þ.e. fólki sem veltir því fyrir sér hvað skal gera næst, hvað því langar til að gera og hvað það getur gert. Ragnhildur kynnir aðferðina og þátttakendur vinna nokkur verkefni. 

Dagsetning: Miðvikudagur 12. febrúar

Kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst

Staður: Grettisgata 89, 1. hæð

Leiðbeinandi: Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi, CDWF og  Certified Designing Your Life Coach.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning