Flokkur: Lengra nám

Í Grunnmenntaskóla er lögð áhersla á að námsmenn læri að læra, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Námið byggir á frammistöðu og ábyrgð einstaklings en einnig samvinnu og samábyrgð allra sem koma við sögu þess. Náminu er ætlað að styrkja námsmenn í grunngreinum eins og íslensku, ensku, stærðfræði og upplýsingatækni. Notast er við fjölbreyttar kennsluaðferðir og einstaklingsmiðað nám. Lögð er áhersla á leiðsagnarnám þar sem námsmenn eru metnir jafnóðum allan námstímann með ýmsum aðferðum og fá endurgjöf frá leiðbeinendum og náms- og starfsráðgjöf í gegnum allt námsferlið.

Farið er af stað með hópa í náminu þegar næg þátttaka fæst. Einnig bjóðum við stofnunum og fyrirtækjum að setja af stað lokaða hópa.

Námsgreinar

 • Sjálfstyrking
 • Námstækni
 • Nám- og starfsráðgjöf
 • Færnimappa
 • Tölvu- og upplýsingatækni
 • Íslenska
 • Enska
 • Stærðfræði
 • Framsögn

Hæfniviðmið

 • Þekki leiðir sem henta honum til náms, með því að prófa þær aðferðir og námsgreinar og leysa þau verkefni, sem lögð eru fyrir í náminu.
 • Auki færni sína í námsþáttum skólans.
 • Hafi jákvæð viðhorf gagnvart áframhaldandi námi, og sé fær um að nota námsaðferðir, sem best hafa reynst í náminu.
 • Geri færnimöppu, þar sem námsmaður lýsir almennri hæfni, persónulegri hæfni og starfslegri hæfni sinni.
 • Sé fær um að lýsa áhugasviðum sínum og sterkum og veikum hliðum.
 • Bæti sjálfstraust sitt og auki færni sína í samskiptum við aðra. sé fær um að tjá skoðanir sínar fyrir framan hóp annarra námsmanna skólans.
 • Sé fær um að vinna verkefni sjálfstætt og skipulega, afla upplýsinga með ýmsu móti og miðla þeim munnlega og skriflega til annarra.
 • Hafi mætt a. m. k. 80% skv. stundaskrá skólans.

 Inntökuskilyrði

Námið er fyrir þá sem eru 18 ára og eldri. Þeir sem hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla eru í forgangi. Þetta á þó ekki við um nemendur sem skrá sig í námið í gegnum verkefnið Nám er tækifæri hjá VMST.

Tilhögun náms

Kennt verður fjóra daga vikunnar frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 12.30-16.00.

Lengd náms

Námið er 200 klukkustundir.

Verð

75.000 krónur. Hægt er að sækja styrki til flestra stéttarfélaga.

Einingar

Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar náms í framhaldsskóla til allt að 24 einingum. Meta má námið á móti allt að 12 einingum í vali, 12 einingum á kjörsviði og/eða til almennra greina eftir styrkleika viðkomandi einstaklings.

Nánari upplýsingar

Vigdís Ásmundsdóttir, sími 581 1900, vigdis@framvegis.is