Flokkur: Gott að vita

Þessu námskeiði var frestað í vor vegna covid - en verður núna á netinu.

Google Drive er ókeypis gagnageymsla fyrir ýmiskonar skjöl s.s. textaskjöl og leikhúsmiða. Gögnin eru geymd í skýi og því aðgengileg í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Sjá nánar hér: https://www.google.com/intl/is_ALL/drive/using-drive/ 

Á námskeiðinu verður kennt á Drive, Docs, Calendar, Photos og Maps. Reiknað er með virkri þátttöku þeirra sem sækja námskeiðið og þar sem allir þátttakendur verða fyrir framan tölvu verða þeir leiddir áfram í Google umhverfinu. 

Tími: Fimmtudagur 12. nóvember

Kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Á netinu - skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu og leiðbeiningar um hvernig þeir fara að. 

Leiðbeinandi: Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi. Sigurður hefur mikla kennslureynslu úr grunnskóla og hefur meistarapróf í náms- og kennslufræði frá HÍ með áherslu á upplýsingatækni og miðlun.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning