Flokkur: Gott að vita

Það kemur sér mjög vel að geta bjargað sér með grundvallaratriði í töluðu máli á frönsku þegar ferðast er um í frönskumælandi löndum.  Á þessu námskeiði lærir þú grundvallaratriði í samskiptum, svo sem heilsa og kveðja og þakka fyrir þig; spyrja að nafni og segja til þjóðernis, spyrja til vegar og nota samgöngur, bjarga þér í verslunum og veitingastöðum, geta spurt um vörur og verð og skilið matseðilinn. Farið verður yfir samskipta hefð í daglegu lífi: hvernig eru kurteisisvenjur frakka til dæmis og hvernig spilar tungumálið þar inn í.

Dagsetning:  Mánudagar 12., 19. og 26 apríl

Kl. 18:00-20:00

Lengd: 6 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Julie Coadou er frönsk og hefur búið hér á landi í rúma tvo áratugi. Hún hefur starfað sem myndlistakennari fyrir Reykjavíkurborg og menningar- og vísindafulltrúi í franska sendiráðinu. 

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning