Markmið fræðslunnar er að þátttakendur verði öruggari í starfi sínu þegar þau mæta fjölskyldumeðlimum sjúklinga, kunni skil á helstu hugtökum fjölskylduvirkni og fái innsýn inní heim fjölskyldunnar þegar einn meðlimur hennar verður veikur. Í fræðslunni er auk þess lögð áhersla á að þátttakendur kynni sér eigin fjölskyldumynstur og tengslanet en það er mikilvægt að sækja styrk og visku í eigin lífsreynslu.
Námsmat: 100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Guðný Ragnarsdóttir, Hjúkrunarfræðingur.
Tími: 4 og 6 október
Lengd: 10 kennslustundir
Kl. 17:00 – 21:00
Verð:
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|---|---|---|---|---|
Staðnám | 04.10.2022 - 06.10.2022 | 4. og 6. október | 17:00 - 21:00 | Framvegis, Borgartúni 20 | |
Fjarnám | 04.10.2022 - 06.10.2022 | 4. og 6. október | 17:00 - 21:00 | Teams fjarfundur |