Flokkur: Gott að vita

Á skömmum tíma hafa aðstæður til ávöxtunar fjármuna og lántöku gjörbreyst. Vextir hafa hækkað mikið og langt er síðan verðbólga hefur mælst jafn há. Hvers vegna hefur þetta gerst og í hvað stefnir? Hvaða áhrif hafa þessar breytingar á heimilisfjármálin og hvernig getum við brugðist við?

Þetta er meðal þess sem Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka, ræðir ásamt því að svara spurningum þátttakenda um efnahagsástandið.

Dagsetning:  Þriðjudagur 1. nóvember

Kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.

Athugið að þessi viðburður er eingungis fyrir félagsfólk Sameykis.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð
1 01.11.2022 Þriðjudagur 20:00-21:30 Netviðburður