Flokkur: Gott að vita

Hvernig mæti ég á fjarfundi eða fjarnámskeið? Og hvernig á að taka þátt í svoleiðis? Þetta stutta námskeið er eingöngu á netinu og er góður, jafnvel nauðsynlegur, undirbúningur fyrir þá sem ætla að taka þátt í Gott að vita þessa önnina sem verður alfarið á netinu.  

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða búnað þú þarft að hafa til að geta tekið þátt í fjarfundi og stutt kynning á algengustu forritum sem notuð eru í fjarfundum í dag. Farið verður yfir hvernig fólk ber sig að við að mæta á fjarfundi, hvernig það ber sig að og hvaða umgengnisreglur er gott að hafa í huga á slíkum fundum.

Námskeiðið gagnast einnig þeim sem langar að nýta tæknina til að heyra í vinum og ættingjum hvort sem þeir eru í næsta húsi eða úti í heimi. 

Krækja á námskeiðið og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að mæta á fundinn verður send á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Tvö námskeið eru í boði:

Fyrra námskeið:

Dagsetning: Þriðjudagur 9. febrúar 

Kl. 20:00-21:30

Seinna námskeið:

Dagsetning: Fimmtudagur 11. febrúar 

Kl. 18:00-19:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu og leiðbeiningum um hvernig þeir bera sig að við að mæta.

Leiðbeinandi: Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi. Sigurður hefur mikla kennslureynslu úr grunnskóla og hefur meistarapróf í náms- og kennslufræði frá HÍ með áherslu á upplýsingatækni og miðlun.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning