Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Langar þig að nýta tæknina til að heyra í vinum og ættingjum hvort sem þeir eru í næsta húsi eða úti í heimi? Þarftu að mæta á fjarfund og veist ekkert hvernig þú átt að bera þig að? Það er meira að segja hægt að halda saumaklúbb á netinu :) 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvaða búnað þú þarft að hafa til að geta tekið þátt í fjarfundi og stutt kynning á algengustu forritum sem notuð eru í fjarfundum í dag. Einnig hvaða umgengnisreglur er gott að hafa í huga á slíkum fundum.

Krækja á námskeiðið og nákvæmar leiðbeiningar um hvernig á að mæta á fundinn verður send á skráða þátttakendur þegar nær dregur.

Tími: Mánudagur 26. otóber

Kl. 20:00-21:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi. Sigurður hefur mikla kennslureynslu úr grunnskóla og hefur meistarapróf í náms- og kennslufræði frá HÍ með áherslu á upplýsingatækni og miðlun.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning