Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Gönguferðir í náttúrunni eru afar vinsælar um þessar mundir, hvort sem farið er á fjöll eða eftur stígum í nágrenni borgarinnar enda er fátt yndislegra en að komast út í náttúruna. Á þessu námskeiði verður farið í hvað þarf að hafa í huga þegar fólk hyggur á göngur. Hvaða búnað þarf að hafa meðferðis; fatnað, skóbúnað o.fl. Einnig hvað þarf að taka tillit til áður en lagt er af stað. Gönguferðir eru mjög góðar, bæði fyrir líkama og sál og á færi lang flestra. Fólk þarf bara að byrja rólega og þjálfa sig upp í að komast hærra og/eða lengra.

Í ljósi ástandsins verður námkeiðið með breyttu sniði. Fyrsti tíminn verður í Zoom fjarfundi og fá þátttakendur senda krækju á hann í tölvupósti. Gróa, leiðbeinandi námskeiðsins, mun þá kynna hvernig fyrirkomulagið verður í framhaldinu. Að sjálfsögðu verður farið að ráðum almannavarna hvað varðar smitvarnir. Við hlýðum Víði.

(Í fyrsta tíma verður byrjað á Grettisgötunni og farið í göngu þaðan. Gengið verður í Búrfellsgjá og Helgafell í hin skiptin og lætur Gróa vita hvar á að mæta.)

Dagsetning: 15., 16. og 20. apríl

Kl. 17:00 til 18:30 fyrsta daginn. Hina tvo dagana hefjast göngur kl. 17:30 og gera má ráð fyrir a.m.k. 2 klst.

Staður: Mæting í BSRB húsið, Grettisgata 89, 1. hæð, í fyrsta tíma

Leiðbeinandi: Gróa Másdóttir er lærður gönguleiðsögumaður og vinnur sem slíkur á sumrin. Hún hefur gengið mikið um hálendi Íslands og veit fátt betra en að komast á fjöll. Hún fer með hópa út um allt, m.a. hinn svokallaða Laugaveg, Lónsöræfin og á Hornstrandir.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð