Flokkur: Gott að vita

Hvort sem fólk ert að leita að vinnu eða er í hentugu starfi þá getur verið gott fyrir alla að halda utan um færni sína. Það er einmitt eitt af því sem felst í starfsleit, að átta sig á færni sinni og reynslu með því að skrá hana. Ferilskrá þarfnast uppfærslu reglulega og svo er líka skemmtilegt að sjá svart á hvítu hvað þú hefur verið að gera í gegnum tíðina og fá yfirlit yfir þá færni sem þú hefur öðlast á leiðinni.

Það getur verið bæði flókið og einfalt að gera ferilskrá. Á námskeiðinu verður fjallað verður um innihald og útlit góðrar ferilskrár. Hvað á heima í ferilsrá og hvað ekki? Hvert er markmið ferilskrár? Hvaða reglur gilda um góðar ferilskrár? Leitast verður við að svara þessum spurningum og fleirum.

Einnig verður fjallað um kynningarbréf og hver tilgangur þeirra er auk þess sem við dreypun aðeins á því sem er gott að hafa í huga í atvinnuviðtali og hvernig þetta tengist saman.

Námskeiðið getur nýst bæði þeim sem eiga ferilskrá og þeim sem eiga hana ekki hvort sem þeir sem eru í starfi eða ekki.

Dagsetningar: Fimmtudagur 2. desember

kl. 19:00-21:00

Lengd: 2 klst

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Helga Tryggvadóttir náms- og starfsráðgjafi

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning
1 02.12.2021 Skráning