Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður fjallað um lífeðlisfræði verkja, orsakaþætti, flokkun og áhrif verkja á einstaklinginn og umhverfi hans. Lögð verður áhersla á að fjalla um mat á verkjum og munu þátttakendur vinna verkefni þar að lútandi. Auk þess verður fjallað um meðferð verkja og aukaverkanir meðferðar. Lögð er áhersla á virka þátttöku nemenda í gegnum umræður, hópvinnu og með gagnvirkum spurningum þar sem m.a. er notast við snjallsíma (spjaldtölvu eða hefðbundna tölvu).         

Leiðbeinandi:  Dr. Sigríður Zoëga, sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með verki á Landspítala og dósent við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Námsmat:        100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Tími:                 3. og 4. maí
Kl:                     17:00 – 21:00
Punktar:            10 punktar / kennslustundir
Verð:                 28.900 kr.