Flokkar: Símenntun Sjúkraliða


Á námskeiðinu verður fjallað um líffræði húðar, gróningu sára, helstu tegundir sára, meðferð, umbúðir og eiginleika þeirra. Verkleg kennsla í umbúðalögum. Farið í áhættuþætti sem tengjast blóðsmiti og loks fjallað um það hvernig andlegir þættir geta haft áhrif á bata sjúklings.
ATH - Námskeiðið er aðeins í fjarkennslu á Teams.
Leiðbeinandi:   Eyrún Ósk Guðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á göngudeild skurðlækninga og Sáramiðstöð Landspítalans.
Tími:                  11., 12. og 13. apríl 
Klukkan:            17:00 – 21:00
Punktar:             15 punktar / kennslustundir
Verð:                  41.500 kr. 

ATH!
Að þessu sinni munum við bjóða upp á tvö Sár og sárameðferðar námskeið.
Fyrra námskeiðið er aðeins fyrir fjarnema, en með því að bjóða upp á sér námskeið í fjarkennslu er hægt að aðlaga efnið að fjarkennslu og þátttakendur fá meira út úr námskeiðinu. Seinna námskeiðið er því aðeins fyrir staðnema og fá þátttakendur að spreyta sig á verklegum þáttum.