Flokkar: Símenntun Sjúkraliða

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig hægt er að bæta lífsstíl og hlúa að betri heilsu heilbrigðisstarfsmanna. Rætt verður um hvernig fólk gengur inn í mismunandi hlutverk. Þá verður rætt og skilgreint hvað félagslegt hlutverk þýðir og þátttakendur fá þjálfun í að átta sig á hvers má vænta af sjálfum sér og öðrum og hvernig best sé að haga samskiptum. Rætt verður um vald og útilokun, hver hefur valdið og hvaðan kemur það, hvernig er því beitt og hvað það getur þýtt að vera valdalaus. Samskipti geta falið í sér yfirfærslu neikvæðra tilfinninga, en geta líka verið jákvæð og gefandi. Fjallað verður um streitu, hvaða áhrif hún getur haft og hvað er til ráða til þess að ná tökum á álagi í samskiptum heima og á vinnustað.

Leiðbeinandi:   Dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði. Klínskur félagsráðgjafi hjá Heilsuvernd, Urðarhvarfi 14, Kópavogi. 
Námsmat:      100% mætingarskylda og virk þátttaka á námskeiðinu.
Tími:                  15., 16. og 18. apríl
Kl:                      17:00 - 21:00
Punktar:             15 punktar
Verð:                  47.000 krónur