Undanfarin ár hefur ræktun á ávaxtatrjám og berjum aukist. Fjöldi ávaxtayrkja og nýrra berjategunda hafa verið reynd og mörg þeirra geta gefið vel af sér. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu þætti í ræktum ávaxtatrjáa og berja runna. Hvar er best að staðsetja plönturnar, áburðagjöf og klippingu. Hvað þýðir að planta sé sjálffrjóvgandi eða ósjálffrjóvgandi og hvað þýðir það Í sambandi við ræktun. Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað á námskeiðinu.
Dagsetning: Fimmtudagur 25. mars
Kl. 19:00-20:30
Lengd: 1,5klst
Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Leiðbeinandi: Vilmundur Hansen, garðyrkju- og grasafræðingur
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð |
---|---|---|---|---|---|
1 | 25.03.2021 | Fimmtudagur | 19:00-20:30 | Vefviðburður |