Á námskeiðinu verður fjallað um algenga sjúkdóma í helstu líffærakerfum, greiningu, mat og meðferð. Skoðaðar verða sjúkdómalífeðlisfræðilegar breytingar á nokkrum líffærakerfum við alvarleg veikindi/sjúkdóma og birtingarmynd þeirra. Einnig verður farið í helstu atriði við úrlestur blóðprufa, blóðgasa og fleiri rannsóknarniðurstaða í klínískri lífefnafræði, mat á lífsmörkum og hvernig þessar niðurstöður tengjast ástandi sjúklings. Lögð verður áhersla á þekkingu á orsökum og mat á einkennum og mat á gagnsemi og/eða aukaverkunum meðferðar. Í lok hvers dags verður farið í verklegar æfingar og tilfellagreiningar eftir því sem við á til að skerpa á áhersluþáttum námskeiðsins.
Leiðbeinandi: Jón Garðar Viðarsson, svæfingahjúkrunarfræðingur, ERC leiðbeinandi í sérhæfðri endurlífgun barna og fullorðinna, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður.
Tími: 15., 16. og 17. febrúar
Kl: 17:00 - 21:00
Lengd: 15 stundir/punktar
Verð: 39.000 kr.
Heiti námskeiðs | Dags | Dagar | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 15.02.2021 - 17.02.2021 | 15., 16. og 17. feb. | 17:00-21:00 | Teams fjarfundur | Skráning |