Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Birtingamynd streitu er margvísleg, streituvaldar geta verið utanaðkomandi í nærumhverfi okkar og einnig geturstreita verið hreinlega innra með okkur áunnin og sjálfsköpuð. Oftast eru streituviðbrögð okkar afleiðing af margvíslegri orsök streitu. Áföll og ófyrirséð atvik valda mikilli streitu og óvissa viðheldur streituviðbrögðum okkar. Hver og einn stýrir eigin viðbrögðum við streitu og mikilvægt er að tileinka sér rökhugsun gagnvart streituvöldum sem við höfum ekki stjórn á. Hægara sagt en gert, þörf er á þrautseigju og viðhorfi sem einkennist af langtímamarkmiði. Farið verður yfir hvernig einstaklingur er útsettur fyrir streitu, hvaða einkenni er gott að þekkja til að geta tileinkað sér forvarnir gagnvart því að streitan yfirtaki líðan manns.

Dagsetning: Fimmtudagur 8. október

Kl. 18:00-19:30

Sameyki hefur ákveðið að bjóða aftur upp á námskeiðið og á öðrum tíma:

Dagsetning aukanámskeiðs: Mánudagur 30. nóvember

kl. 14:00-15:30

Lengd: 1,5 klst.

Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, MS í vinnusálfræði

 

 
Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning