Flokkur: Gott að vita - Félagsmenn Sameykis eingöngu

Af hverju snappar maður svona? Er hægt að finna betri leið? - Fræðsla um gremju og reiði og muninn á virkri og vanvirkri hegðun.

Reiði og gremja er eitthvað sem hver einasta persóna þarf að kljást við í eigin lífi. Í því skyni að ná að tækla fyrirbærið er gott að vita í fyrsta lagi hvað það er sem veldur. Í öðru lagi er gott að vita hvernig reiði og gremja þróast í samskiptum fólks. Loks er mikilvægt að kunna að setja reiði sína í raunhæfan farveg. Um þessi þrjú atriði fjallar erindi dr. Bjarna.

Dagsetning: Þriðjudagur 24. nóvember

Kl. 20:00-21:00

Lengd: 1 klst

Staður: Á netinu - skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu og leiðbeiningar um hvernig þeir fara að. 

Leiðbeinandi: Bjarni Karlsson prestur og Ph.D. frá HÍ sem starfar við sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf Síðumúla 11 í Reykjavík.

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð Skráning